11.2.2008 | 00:11
Frábært
Það er með eindæmum hvað maður er slappur að koma einhverju hér á prent og skal hér úr því bætt,tilraun að minnstakosti.
Já enda góður dagur í boltanum ,segi nú bara ekki annað og á morgun verður kvöldið frábært ef mínir menn sigra.
ekki orð um það meir!
Eftir risskjótta frekar leiðinlega tíð (ótíð)´er í vændum tveir dagar með stafa logni allavega hér í garðinum.
Er farin að halda að nöfn geri fólk og hunda eins og nöfnin segja til um eða í höfuðið á,allavega er Þruma þrumu klár að klifra yfir girðingar og Hilmar Torfi stríðinn með eindæmum og iðinn við kolan.
Annars lenti ég í því um daginn að verða bensínlaus ,helvítis ljósið sem maður stólar alltaf á logaði ekki þó hafði það birst mér nokkrum dögum áður en þar sem það var svo kalt hefur það tekið pásu .Var semsagt á leið út á bensínstöð og þar sem ég er með Olískort verð er að fara eina 10 km til að fylla á og þar sem ljósið hafði ekki birst mér enn taldi ég mig sleppa .Við fyrsta hringtorgið drap hann á sér en fékk hann í gang er logn var í tankinum svo ég komst nær bensínstöðinni svo við næstu beygju drap hann aftur á þér en fór aftur í gang lagði honum á bílastæði tók brúsann sem ég var með ,er alltaf með brúsa af fyrri reynslu þegar sonur minn var að hringja í mig svona einu sinni í viku bensín "laus pabbi ". Gekk eina 3 km sem tók mig eina 35mín í gegnum bæinn á mesta umferðatíma´.Var sem betur er með kuldagallann og hettu á hausnum svo ég leit út eins og pólverji.þegar ég var að ljúka við að dæla þessum 5 lítrum á brúsann kom kunningi úr sömu starfstétt og ég og sagði "hva er orðið svona dýrt bensínið í Garðinum" fór náttúrlega að tala um ljósið við hann.
Athugasemdir
Hahahahahaha ég hefði sko alveg viljað sjá þig hahahah
Auður Eyberg (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 16:37
já fær strákur stríðnina frá langafa sínum hehe.. þessir Torfar
Spurning frændi að fá sér Rafmagnsbíl í innanbæjar-snattið
ferðu svo ekki alltaf hjólandi í utanbæjar-snattinu
Gísli Torfi, 13.2.2008 kl. 22:07
öss,hefði bara keypt bensin í Garðinum þar til næst .
Margrét M, 15.2.2008 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.